Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 87 svör fundust

Hvað þýðir oktantala í bensíni og hvaða máli skiptir hún?

Oktantala er mælikvarði á gæði bensíns með tilliti til minnkandi högghljóða (banks) í brennslustrokkum véla samfara bruna eldsneytisins. Í bensínknúnum vélum er eldsneytisúða blandað saman við loft í þar til gerðum strokkum. Gasblöndunni er því næst þjappað saman með bullum. Þegar hámarksþjöppun er náð er kveik...

Nánar

Hvernig stofnar maður félag, til dæmis rithöfundafélag?

Félagafrelsið er verndað í mannréttindasáttmála Evrópu og einnig er fjallað um það í stjórnarskránni en þar segir:Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Ba...

Nánar

Af hverju kippist fólk oft við þegar það er að sofna?

Fjöldi fólks hefur sent okkur spurningar þessa efnis. Spyrjendur auk Gests eru þau Gunnar Arnarson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Björn Rafnsson, Sandra Guðlaugsdóttir og Jói Gunnarsson.Svefninn er lífeðlisfræðilegt fyrirbrigði sem mikið hefur verið rannsakað en ekki er þó þekkt til hlítar enn. Hins vegar hafa rannsók...

Nánar

Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim?

Spyrjandinn vill líklega vita hvar frjóvguð egg eru geymd því ófrjóvguð egg eru í eggjastokkum kvenfugla líkt og er raunin á meðal annara kvendýra. En til þess að geta svarað spurningunni er nauðsynlegt að fjalla fyrst um æxlunarfæri kvenfuglsins. Langflestar fuglategundir eru aðeins með einn eggjaleiðara og eg...

Nánar

Hvernig myndast þúfur?

Þúfur eru afleiðingar frostlyftingar og frostþenslu á gróinni jörð. Jarðvegur á Íslandi inniheldur talsvert af vatni. Á veturna frýs jarðvegurinn smám saman niður á ákveðið dýpi, fyrst myndast ísnálar sem síðan renna saman og geta myndað klakahellu. Þegar vatnið frýst þenst það út í jarðveginum og til verður s...

Nánar

Hvers vegna er sjórinn saltur?

Seltan í sjónum stafar af efnum sem veðrast hafa úr bergi og borist til sjávar með fallvötnum. Vatnið, eins og önnur efni jarðar, er í eilífri hringrás. Sjórinn gufar upp á suðlægum breiddargráðum, rakinn berst norður á bóginn með loftstraumum þar sem hann þéttist og fellur til jarðar sem rigning eða snjór. Reg...

Nánar

Hver var Hildegard frá Bingen og fyrir hvað er hún þekkt?

Í sögu kristinnar guðfræði eru ekki margar nafngreindar konur og lengst af hefur afrekum þeirra lítt verið haldið á loft. Á síðari árum hefur þetta viðhorf mjög breyst og hlutur kvenna í kirkjusögunni verið dreginn fram. Á miðöldum voru nokkrar konur sem mörkuðu spor og voru þekktar og ein þeirra er abbadísin Hild...

Nánar

Hvenær má setja bráðabirgðalög og hvernig er það gert?

Um bráðabirgðalög segir eftirfarandi í stjórnarskránni:Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum]. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný]. [Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög...

Nánar

Hvernig verkar klukkan?

Menn hafa frá örófi alda notað ýmis ráð til að mæla tíma, til dæmis yfir daginn. Þannig getum við rekið lóðrétt prik í jörðina og fylgst með því hvernig skugginn af því breytist yfir daginn. Slíkt áhald nefnist sólsproti (gnomon). Skylt því og heldur þægilegra í notkun er svokallað sólúr (sundial) en teinninn í þv...

Nánar

Valda adenóveirur sjúkdómum og er líka hægt að nota þær til lækninga?

Adenóveirur eru allar þær veirur sem tilheyra Adenoviridae-ættinni. Hún var uppgötvuð 1950 og til hennar teljast sex ættkvíslar og 47 tegundir. Adenóveirur eru kúlulaga, óhjúpaðar, um 80 nm (nanómetrar, 1 nm=10-9 m) í þvermál og huldar 252 prótínundireiningum sem hafa reglulega uppröðun á yfirborði. Í kjarna sínum...

Nánar

Hefur brjóstaminnkun áhrif á getuna til að hafa barn á brjósti?

Hér er einnig svarað spurningunni: Er örugglega hægt að hafa barn á brjósti eftir að hafa gengist undir brjóstaminnkunaraðgerð? Stórum brjóstum geta fylgt verkir í baki og öxlum. Einnig geta böndin á brjóstahaldaranum skorist inn í axlir og sært konur þannig að far sést á öxlum þeirra. Stórum brjóstum getur l...

Nánar

Má annar en líffaðir barns, sem er fætt utan hjónabands, viðurkenna barnið sem sitt eigið ef líffaðir neitar faðerni eða er látinn við fæðingu?

Já, það er ekkert sem kemur í veg fyrir að annar en líffaðir viðurkenni faðerni barns ef móðir lýsir því yfir að viðkomandi maður sé faðir barnsins og hann samþykkir að gangast við faðerninu í viðurvist fulltrúa sýslumanns. Ef móðir er ekki í hjúskap eða skráðri sambúð þegar barn fæðist þarf að feðra barnið sé...

Nánar

Hvernig brennir maður prótíni, kolvetni og fitu?

Brennsla þessara orkuefna líkamans er nátengd og fer að miklu leyti fram eftir sömu efnaferlum. Að lokinni meltingu eru prótínin orðin að stökum amínósýrum, kolvetnin, eða sykrurnar, að einsykrum og fitan að fitusýrum og glýseróli. Þessi einföldu lífrænu efni berast til frumna líkamans og þar eru þau notuð til ými...

Nánar

Fleiri niðurstöður